Áætlanir – yfirlit

Haldin var samkeppni um skipulag svæðisins árið 2015 þar sem meginverkefnið var að umbreyta svæðinu úr iðnaðarhverfi í blandaða byggð. Á grunni vinningstillögu úr samkeppninni var unnið rammaskipulag sem var lagt fram og samþykkt í ráðum borgarinnar í ársbyrjun 2016.

Sævarhöfði
Þétt borgarbyggð við Sævarhöfði á svæði 2.

Áætlað er að fullbyggt hverfi geti rúmað allt að 8.000 íbúðir, þ.e. um 20.000 íbúa, auk ýmis konar þjónustu og atvinnustarfsemi. Borgarlína mun ganga í gegnum miðju svæðisins enda eitt af meginmarkmiðum skipulagsins að stytta vegalendir innan borgarinnar og styðja við umhverfisvæna þróun Reykjavíkur.

Skipulagstillögurnar gera ráð fyrir blandaðri byggð og fjölbreyttu íbúðaformi í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um að 20% íbúða skuli vera leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir og/​eða íbúðir fyrir aldraða. Einnig að Félagsbústaðir geti átt allt að 5% íbúða á svæðinu.

Elliðaárvogur – svæði 2
Borgarlínuás á brú yfir Elliðaárvog og Elliðaár. Í fjarska blasir við byggðin á svæði 2.

Gert er ráð fyrir að þrír nýir grunnskólar rísi í borgarhlutanum þegar hann er fullbyggður og að sundlaug verði nyrst á svæðinu sem vísi út á Elliðaárvoginn. Einnig er gert ráð fyrir að menningarhús rísi við Krossmýrartorg, sem mun verða nokkurs konar þungamiðja borgarhlutans með biðstöð Borgarlínu og fjölbreyttri verslun, þjónustu og afþreyingu.

Framkvæmdir við uppbyggingu á svæðinu eru áætlaðar í fimm ára fjárhags- og fjárfestingaráætlun borgarinnar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist árið 2021.

Áfangaskipting deiliskipulagsáætlana
Skipulagsuppdráttur af öllu svæðin sem sýnir áfangaskiptingu deiliskipulagsáætlana.

 Áfangaskipting deiliskipulagsáætlana

Deiliskipulaginu fyrir þetta gríðarstóra skipulagsverkefni er skipt i nokkra áfanga sem eru:
Deiliskipulag, áfangi 1. – Krossmýrartorg
Deiliskipulag, áfangi 2. – Sævarhöfði
Deiliskipulag, áfangi 3. – Sævarhöfði norður
Deiliskipulag, áfangi 4. – Stækkun Bryggjuhverfis, skipulagi lokið
Deiliskipulag, áfangi 5. – Krossmýrartorg norður
Deiliskipulag, áfangi 6. – Malarhöfði, Þórðarhöfði
Deiliskipulag,áfangi 7. – Þórðarhöfði, Breiðhöfði